Rafræn samskipti við SÍ

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  »No topics above this level«

Rafræn samskipti við SÍ

Með rafrænum samskiptum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ), fæst hluti tannlæknakostnaðar greiddur innan sólarhrings frá því beiðni er send inn.  Þetta er mikið hagræði fyrir tannlækninn, sjúklinginn og hið opinbera, því með þessu sparast bæði tími og peningar fyrir alla aðila.

 

Til að hefja sendingu rafrænna reikninga til SÍ, þarf fyrst að huga að eftirfarandi:

 

Setja inn rafrænt skilríki frá sjukra.is

Skrá inn forsendur (notendanafn, leyniorð o.fl.)

Stilla nokkra valkosti

Sannprófa samskiptin

 

 

Eftirleikurinn er auðveldur:

 

Uppfæra stöðu sjúklings hjá SÍ í stofni

Skrá aðgerðaliði eins og venjulega.  Nú er hægt að kanna þátttöku SÍ fyrir einstaka liði jafnóðum.

Senda reikninginn rafrænt til SÍ

Prenta reikninginn eins og venjulega

 

 

Önnur atriði sem hafa þarf í huga:

 

Senda rafrænan reikning sem hefur þegar verið prentaður.

Senda einstaka liði en sleppa öðrum

Rekja villur og skoða afrit af reikningum

Skrá greiðslur þegar þær berast

 

 

Þú getur lesið þér nánar til um þessi atriði, með því að smella á tenglana eða fylgja efnisyfirlitinu og opna undirkaflana.