<< Click to Display Table of Contents >> Navigation: Dagbók > Senda áminningu með SMS |
Ef þú vilt minna á bókaðan tíma með því að senda sjúklingum SMS-skeyti, skaltu opna dagbókina, velja þann dag sem þú vilt senda skeyti fyrir og smella síðan á Senda SMS-takkann.
Þá verða send SMS-skeyti á alla sem eru með GSM-númer og merki um að þeir hafi óskað eftir SMS-áminningu. Í lok vinnslunnar birtist upplýsingagluggi með fjölda þeirra skeyta sem send voru.
Nú er hægt að senda fleiri en eina áminningu um bókun, t.d. með viku fyrirvara og aftur með eins dags fyrirvara. Til þess velur þú dagbók eina viku fram í tímann og sendir SMS-áminningar. Til að senda aftur áminningar degi fyrir bókun, þarftu að hægri-smella á viðkomandi dag og velja Hreinsa SMS-merki ... og sendir svo áminningar eins og venjulega.
Að auki er hægt að senda stök SMS-skilaboð óháð bókunum í dagbók. Veldu liðinn Ýmislegt - Senda SMS úr valmyndinni (eða með því að smella á takkann við hliðina á GSM-númerinu í Stofni sjúklings) og þá birtist þessi mynd:
Skráðu inn skilaboðin og ýttu á Senda-takkann. Textinn helst inni milli skipta, svo þú getir endurtekið auðveldlega áþekk skilaboð.
Hægt er að velja staðlaða rammatexta, með því að velja lið úr fellilistanum. Slíkir rammatextar geta innihaldið ýmis breytuheiti, t.d. nafn sjúklings og skuldastöðu, sem þýðir að staðaltextinn aðlagast sjálfvirkt fyrir þann sjúkling sem valinn er hverju sinni.
Þú getur breytt rammatextanum með því að ýta á Breyta takkann. Þá opnast stýriskráin SMS_textar.ini og þú einfaldlega breytir textanum að vild og vistar skrána. Breytingarnar verða strax virkar.
Prófun SMS sendingar
Skynsamlegt er að prófa sendingu strax þegar upplýsingar um sjúklinginn eru skráðar í fyrsta sinn, meðan hann er á staðnum, til að staðfesta að þessi samskiptaleið virki í hans tilviki.