Þjónninn - Sækja nýjustu SÍ-taxta

 

Nýjar gjaldskrár Sjúkratrygginga vegna tannlækninga pr. 1.1.2024 eru nú tilbúnar til innsetningar. Það sparar ykkur talsverða vinnu miðað við að skrá þetta inn handvirkt. Hækkun frá síðustu verðskrám er tæp 2,8%.

Áður en nýju taxtarnir eru settir inn, er mikilvægt að ljúka við reikninga sem tilheyra gamla tímabilinu.

Til að setja Barnataxtann inn, skaltu sækja innsetningarforritið Barnataxti.exe á slóðinni:

hugmot.is/downloads/Barnataxti.exe

og keyra það síðan. Ef vírusvarnir gera athugasemdir við forritið, verður þú að hunsa þau boð og vinna forritið engu að síður (t.d. More info - Run Anyway). Best er að gera þetta á móðurtölvunni og tryggja fyrst að slökkt sé á Þjóninum á ÖLLUM tölvum.

Mikilvægt er að vísa á rétta slóð, þar sem gagnasafn Tannlæknaþjónsins er vistað. Ef þú veist ekki hvar það er vistað, getur þú fundið það í Þjóninum, með því að velja: Hjálp - Helstu skráasöfn.

Eftir að Barnataxtinn er kominn inn, skaltu sækja innsetningarforritið Ellitaxti.exe til að setja inn nýjan taxta fyrir aldraða og öryrkja, á slóðinni:

hugmot.is/downloads/Ellitaxti.exe

Sama verklag á við. Þeir sem eru með þjónustusamning, fá ókeypis aðstoð við að setja nýju taxtana inn.

Ef þú þarft aðstoð við uppfærsluna, hringdu þá í Ingólf Helga (GSM 893-8227) eða fylltu út Þjónustubeiðni á vefnum: http://www.tann.is

 


© 2021-2024 - Hugmót ehf - Allur réttur áskilinn
Síðast uppfært 29.12.2023