Finna galla í gögnum

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Sannprófun gagna >

Finna galla í gögnum

Með Tannlæknaþjóninum fylgir hjálparforrit (TannData.exe) sem les yfir öll gögn í kerfinu og birtir viðeigandi athugasemdir ef gallar eða ósamræmi finnst.

 

Smelltu á táknmyndina Sannprófa gögn á skjáborðinu til að ræsa forritið.  Ýttu síðan á takkann Sannprófa töflur og hefst þá yfirlesturinn.

 

 

Villur í kerfinu geta myndast af ýmsum ástæðum;  tölvur frjósa, diskar bila, vírusar herja og svo mætti lengi telja.  Síðast en ekki síst, er mannlegt að gera mistök og skrá rangar upplýsingar í kerfið.  

 

Forritið getur lagfært algengar villur eins og form kennitalna, þ.e. breytt kennitölu þannig að hún sé ekki ýmist með orðabili og/eða bandstriki eða án bandstriks, heldur aðeins með einu bandstriki.  Til þess velur þú liðinn Lagfæringar - Laga kennitölur sjúklinga í valmyndinni.

 

Sama gildir um símanúmer; forritið getur samræmt form símanúmera, þannig að þau séu annað hvort með bandstriki eða orðabili.  Veldu liðinn Lagfæringar - Laga símanúmer sjúklinga til að framkvæma þessa aðgerð.  Ef tvö eða þrjú símanúmer hafa verið skráð í heimasíma eða vinnusíma, sér þessi aðgerð um að brjóta þau upp og vista í viðeigandi svæðum (t.d. GSM númerið svo hægt sé að senda sjúklingi SMS áminningar).

 

Ennfremur má lagfæra netföng eða færa gölluð netföng í athugasemdasvæðið.  Veldu liðinn Lagfæringar - Laga netfangasvæði til að koma því í kring.

 

Forritið getur auk þess lagað lykilskrár (indexa) fyrir gagnatöflur, sem stundum vilja skemmast.  Veldu liðinn Lagfæringar - Endurbyggja lykilskrár til að laga lykilskrár fyrir tiltekna töflu.  Ef þú þarft aðstoð, skaltu hafa samband við okkur og við munum leiðbeina þér í gegnum síma eða með fjaraðstoð.

 

Til að flokka sjúklinga eftir kyni, skaltu velja Lagfæringar - Uppfæra kynkóða út frá nafni en þá er notast við nafn sjúklings til að greina kyn hans (yfir 99% rétt fyrir íslensk nöfn, en lakara hlutfall fyrir erlend mannanöfn).

 

Ef þú vilt nýta þér sveigjanlega nafnaleit, þarftu að framkvæma aðgerðina Lagfæringar - Byggja flýtiskrá fyrir nafnaleit í byrjun.

 

Ef mjög margar villur eða alvarlegir gallar finnast, getur þú sent skrárnar í viðgerð til Hugmóts.

 

Frá þessu forriti má ræsa upp ýmsar aðgerðir til að kanna ástand tölvunnar og bæta vinnsluhraða hennar, t.d. Defrag.  Það er gert frá valmyndinni Hjálpartól.

 

Síðast en ekki síst, er hægt að nota þetta forrit til að hraðamæla gróflega leshraða á netkerfinu, með því að skoða töluna yfir Afköst á stöðulínunni.  Afköst yfir 1.000 færslur á sekúndu telst mjög gott, en ef hraðinn fer undir 200 færslur á sekúndu, er ástæða til að kanna málið nánar og lagfæra.