Sveigjanleg nafnaleit

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Tæknimál >

Sveigjanleg nafnaleit

Sjálfgefin leit eftir nafni í forritinu, miðar við byrjun nafns og er þá líka horft á millinafn.  Frá og með útgáfu 2015.4.3.1, er hægt að velja sveigjanlega nafnaleit, þar sem millinafn er hunsað.  Það þýðir m.a. að einstaklingur sem heitir Jón Helgi Sigurðsson finnst undir eftirfarandi leitarorðum (eða hluta þeirra):

 

Jón Helgi Sigurðsson

Jón Sigurðsson

Jón H Sigurðsson

Jón H. Sigurðsson

Helgi Sigurðsson

Sigurðsson Jón

 

Þetta er mikið hagræði, því annars þarftu sífellt að spyrja sjúklinga að millinafni eða fullu nafni, til að finna þá í kerfinu.  Auk þess er hægt að finna alla sem heita sama eftirnafni, t.d. fjölskyldur sjúklinga með sama ættarnafn eða af erlendum uppruna.

 

Til að þetta virki, þarf að byggja upp flýtileit, með aðgerðinni Lagfæringar - Byggja flýtiskrá fyrir nafnaleit í TannData.  Einnig þarf að bæta við eftirfarandi línu í Tann.ini undir flokknum [Options] eins og hér er sýnt:

 

[Options]

Flex_search=1