Bakfæra SÍ-reikning

<< Click to Display Table of Contents >>

Navigation:  Rafræn samskipti við SÍ >

Bakfæra SÍ-reikning

Stundum eiga mistök sér stað þegar reikningur er sendur til SÍ.  Kannski var valinn rangur sjúklingur, röng tönn eða merkt við rangan flöt.  Þá þarf að bakfæra upphaflega reikninginn í heild sinni og gera síðan aftur réttan reikning.

 

Til að bakfæra SÍ-reikning þarf að framkvæma eftirfarandi aðgerðir:

 

Taka til afrit af upphaflega reikningnum (vegna reikningsnúmersins)

Merkja við alla liði í kortinu sem á honum voru

Skrifa út kreditnótu

Velja Bókhald - Bakfæra SÍ-reikning og þá birtist þessi skjámynd:

 

 

 

 

Fylltu því næst út númer upphaflega reikningsins, númer kreditnótunnar og vísaðu á afrit af SÍ-reikningnum (gerist sjálfvirkt þegar þú færir músarbendilinn í svæðið).  

 

Ef þú ert að leita að síðasta reikningi sem sendur var til SÍ, getur þú notað TannData og valið aðgerðina: Hjálpartól -> Finna síðasta SÍ-reikning.

 

Að lokum staðfestir þú þessa skjámynd og þá bakfærist SÍ-reikningurinn í heild sinni.  Þá getur þú lagfært villurnar og sent inn nýjan og réttan reikning.